CAI Zaragoza varð fyrr í kvöld að sætta sig við annað tap í Þýskalandi í Eurocup þegar liðið lá 108-104 gegn Telekom Baskets Bonn. Jón Arnór Stefánsson lék í tæpar 26 mínútur í leiknum og skoraði 9 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
Zaragoza hafa því leikið þrjá leiki í Eurocup, tvo á útivelli og einn heima, heimaleikinn unnu Zaragoza en hafa nú í tvígang mátt sætta sig við tap í Þýskalandi. Demjan Rudez og Viktor Sanikidze gerðu báðir 16 stig hjá Zaragoza en atkvæðamestur hjá Telekom Baskets var Benas Veikalas með 19 stig.



