spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fyrsti deildarsigurinn á heimavelli í 10 ár

Úrslit: Fyrsti deildarsigurinn á heimavelli í 10 ár

Haukar jöfnuðu KR, Keflavík og Þór Þorlákshöfn á toppi Domino´s deildar karla í kvöld með fræknum sigri á Snæfell í Schenkerhöllinni. Liðin skildu því jöfn 1-1 þar sem um tvíhöfða karla- og kvennaliða félaganna var að ræða en Snæfellskonur unnu kvennaleikinn með eins stigs mun.
 
 
Lokatölur í viðureign karlaliðanna voru 82-77 Hauka í vil þar sem Terrance Watson gerði 31 stig og tók 13 fráköst og Emil Barja mætti með sína aðra þrennu á tímabilinu er hann gerði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hjá Snæfell var Jón Ólafur Jónsson með 25 stig og 9 fráköst og Cooksey gerði 13 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
 
Þá var þetta í fyrsta sinn í 10 ár sem Haukar vinna Snæfell í Hafnarfirði í deildarleik en síðast gerðist það 2003 svo biðin langa er á enda.

Haukar-Snæfell 82-77 (21-17, 21-18, 22-24, 18-18)

 
Haukar: Terrence Watson 31/13 fráköst, Emil Barja 21/10 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Haukur Óskarsson 10/7 fráköst, Kristinn Marinósson 6/6 fráköst, Kári Jónsson 5, Sigurður Þór Einarsson 3, Þorsteinn Finnbogason 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Svavar Páll Pálsson 2/8 fráköst, Steinar Aronsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 25/9 fráköst, Vance Cooksey 13/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Stefán Karel Torfason 7/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Sveinn Arnar Davíðsson 2/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Hafþór Ingi Gunnarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldór Geir Jensson, Jóhannes Páll Friðriksson
 
 
Nánar síðar…
  
Fréttir
- Auglýsing -