Margir spekingarnir hafa gefið Philadelphia 76ers langt nef og spáð þeim versta árangri allra liða í NBA deildinni í vetur. Sumir jafnvel sagt að þeir muni ógna eigin meti yfir fæsta unna leiki á einu tímabili – 9 leikir.
Sixers gengu í gegnum mikla endurnýjun í sumar. Sendu meðal annars frá sér Jrue Holiday, leikstjórnandi sem m.a. var í stjörnuleiknum í fyrra, og eru t.d. með fjóra nýliða á leikmannalista sínum fyrir þennan vetur. Þ.á m. Nerlens Noel sem margir héldu að myndi fara í fyrsta valrétti í sumar en féll ansi neðarlega vegna meiðsla.
Michael Carter-Williams, einn af nýliðum 76ers, gefur lítið fyrir þessar hrakspár og setti á fór sýningu gegn meisturunum. Carter-Williams skoraði 22 stig, gaf 12 stoðsendingar, hirti 7 fráköst og stal hvorki meira né minna en 9 boltum af nýkrýndum meisturum Miami Heat. Evan Turner lét heldur ekki sitt eftir liggja og tróð í grímuna á LeBron James.
Nú þurfa Sixers aðeins að vinna 8 leiki í viðbót til að gefa spámönnum fingurinn.



