spot_img
HomeFréttirTölfræðimolar 4

Tölfræðimolar 4

Hinn 22 ára gamli Emil Barja skilaði inn þrefaldri tvennu í gær. Það eitt er afrek út af fyrir sig fyrir utan þá staðreynd að þetta er önnur þrennan hans í vetur – í fjórum leikjum.
 
Emil er, að því er virðist, algert tölfræði-undrabarn. Hann er ekki að skora mikið eða 10,3 stig að meðaltali í leik og í 44. sæti allra leikmanna í deildinni í þeim tölfræðiþætti. Hann hins vegar ber af í flestum öðrum.
 
Emil er með 9,8 fráköst í leik og í 9. sæti allra leikmanna í deildinni. Með ekki ómerkari menn en Nonna Mæju, Sigga Þorsteins, Ómar Örn, Helga Má og Nem Sovic þar fyrir neðan sig.
 
Emil er með 8,5 stoðsendingar í leik og þar með í öðru sæti allra leikmanna í deildinni, rétt á eftir Elvari Má sem er með 8,7.
 
Emil er í 13. sæti allra leikmanna í framlagi og er það einna helst skotnýtingu hans þar um að kenna að hann sé ekki ofar á þeim lista. Emil er 15/40 (37,5%) í skotum utan að velli í vetur.
 
Það sem mesta furðu vekur hins vegar er að þessi 192 cm bakvörður er í 4. sæti allra leikmanna í Dominos deildinni í vörðum skotum með 2 í leik.
 
Ef ekki væri fyrir þennan eina slaka leik sem Emil Barja hefur spilað í vetur á móti Grindavík, þá væru meðaltölin hans svona: 13,0 stig; 11,3 fráköst; 9,7 stoðsendingar og 2,3 blokk.
 
Emil átti mjög góðan leik gegn Snæfelli í gærkvöldi með 21 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst. 4 varin skot og einn stolinn bolti því til viðbótar. Hann skoraði 1,07 stig per sókn og sóknarnýting í meðallagi eða 51%. Emil var 7/15 í skotum og mældist því með 53,3 eFG% og 55,1 TS%.
 
Mótherji hans hjá Snæfelli, “Fancy” Vance Cooksey átti ekki eins góðan dag þrátt fyrir að logga á sig 13 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Skotnýting hans var hreint út sagt skelfileg eða 25,0 eFG% og 32,4 TS%. Hann skoraði 0,66 stig per sókn og sóknarnýtingin afar döpur eða 38,1%.
Fréttir
- Auglýsing -