Fyrsta leik 32 liða úrslitanna í Poweradebikarkeppninni er lokið en þar áttust við Höttur og ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar. Viðureign liðanna var að ljúka þar sem Stjörnumenn fóru með 59-86 sigur af hólmi.
Frisco Sandidge gerði 24 stig og tók 9 fráköst í liði Hattar en hjá Stjörnunni stimplaði Junior Hairston sig vel inn í fyrsta leik með 25 stig og 13 fráköst og þá bætti Marvin Valdimarsson við 24 stigum og 6 fráköstum.
Í Dominosdeild karla fóru svo fram tveir leikir.
Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með Valsmenn og unnu örugglega 76-94. Michael Craion var með trölla tvennu fyrir Keflavík þegar hann skoraði 21 stig og reif niður 21 frákast og Arnar Freyr Jónsson skoraði 19. Hjá Val var Ragnar Gylfason með 20 stig og Chris Woods setti niður 13 og tók 7 fráköst.
Grindavík sigraði ÍR örugglega 98-73 þar sem Jóhann Ólafsson setti niður 29 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá ÍR var það Sveinbjörn Classen sem var atkvæðamestur með 19 stig og 7 fráköst.
Lið sem komin eru áfram í Poweradebikarnum:
Stjarnan



