spot_img
HomeFréttirAusturfrétt: Höttur réði ekki við bikarmeistarana

Austurfrétt: Höttur réði ekki við bikarmeistarana

Bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í gærkvöld sæti í 16 liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir 59-86 sigur á Hetti en liðin mættust á Egilsstöðum. Matthew Hairston átti stjörnuleik fyrir Stjörnuna en hann lék sinn fyrsta leik með liðinu. Austurfrétt.is greinir frá.
 
 
Stjörnumenn eru deild ofar en Höttur og mátti því fyrirfram búast við sigri þeirra. Augu flestra beindust að Bandaríkjamanninum Matthew Hairston sem fékk leikheimild með Stjörnunni fyrr í dag. Hann byrjaði á varamannabekknum en kom inn á eftir tæpar tvær mínútur þegar Fannar Freyr Helgason meiddist á ökkla.
 
 
 
 
 
Mynd/ Austurfrétt.is – Andrés Kristleifsson leikmaður Hattar smeygir sér framhjá Kjartani Atla Kjartanssyni.
Fréttir
- Auglýsing -