Í kvöld halda 32 liða úrslitin áfram í Poweradebikarkeppni karla. Það verður stórleikur í Ljónagryfjunni kl. 18:00 þegar Njarðvíkingar taka á móti KR og ljóst að annan leikinn í röð munu líkast til færri komast að en vilja enda von á miklum slag.
Leikir dagsins í Poweradebikar karla:
18:00 Njarðvík – KR
19:00 Afturelding – FSu
19:00 Reynir Sandgerði – Hamar
19:15 ÍA – Fjölnir
20:15 Haukar b – Skallagrímur
Þá er einn leikur í 1. deild kvenna þegar Breiðablik tekur á móti Grindavík b í Smáranum kl. 19:15.
Mynd/ Logi Gunnarsson og Njarðvíkingar taka á móti KR í stórleik 32 liða úrslitanna.



