spot_img
HomeFréttirNaumt tap hjá Sundsvall á föstudag

Naumt tap hjá Sundsvall á föstudag

Það hefur ekki viðrað vel undanfarið hjá Sundsvall Dragons en í kjölfar tíðinda síðustu daga af fjárhagserfiðleikum klúbbsins og brotthvarfs Alex Wesby þá mátti liðið sætta sig við nauman ósigur á útivelli gegn Jamtland Basket.
 
 
Lokatölur voru 103-96 Jamtland í vil. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í liði Sundsvall með 24 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson bætti við 19 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum og þá var Ægir Þór Steinarsson með 14 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Sundsvall heldur þó 4. sætinu eins og sakir standa með 4 sigra og 3 tapleiki.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -