Það verður nóg um að vera í körfuboltanum í dag og í kvöld, 32 liða úrslitin í Poweradebikarkeppni karla klárast og þá ræðst það endanlega hvaða lið muni skipa 16 liða úrslit keppninnar. Eins lýkur sjöundu umferð í Domino´s deild kvenna sem hófst í gær með viðureign Vals og Njarðvíkur hvar Valskonur náðu sér í tvö kærkomin stig með góðri frammistöðu í síðari hálfleik.
Leikir dagsins – 32 liða úrslit í Poweradebikarkeppninni
14:00 Keflavík b – Álftanes
15:00 Breiðablik – ÍR
16:00 Sindri – Þór Þorlákshöfn
19:15 KFÍ – Haukar
19:15 Valur – Grindavík
Domino´s deild kvenna
17:00 Snæfell – Keflavík
19:15 KR – Grindavík
19:15 Hamar – Haukar
Mynd/ Hildur Björg og Hólmarar taka á móti ósigruðum Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í dag.



