spot_img
HomeFréttirGular löguðu dapra byrjun og nældu í tvö stig

Gular löguðu dapra byrjun og nældu í tvö stig

Þrátt fyrir skelfilegt upphaf náðu Grindavíkurstúlkur að koma sér á gott ról í fyrsta leikhluta og knýja fram 10 stiga sigur gegn KR í Dominos deild kvenna í kvöld.
 
 
Leikurinn endaði í tölunum 69 – 79. KR komust í 7 – 4 í upphafi leiks en tókst Grindavíkurstelpum að jafna 7 – 7 þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Grindavíkur stelpur voru að spila skelfilega fyrstu mínúturnar en Jonni tók leikhlé þegar einungis ein mínúta var búin af leikhlutanum, ekki sáttur með hvernig stelpurnar byrjuðu leikinn. Eftir að þær náðu að jafna var ekki aftur snúið og þær byrjuðu að sigla fram úr. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 16 – 25 Grindavík í vil. KR var að pressa eftir skoraða körfu en Grindavík átti erfitt í fyrstu með að leysa úr því.
 
Annar leikhluti var í svipuðum dúr og seinni hluti fyrsta leikhluta. Engin spenna var í leiknum og var augljóst að Grindavík myndi vinna þennan leik. Staðan í hálfleik var 34 – 43 Grindavík í vil. KR var ekki að hitta vel og voru þær með 32% nýtingu í tveggja stiga skotunum sínum á meðan Grindavík var með 52,4% nýtingu í fyrri hálfleik. Stigahæst fyrir KR í hálfleik var Bergþóra Holton Tómasdóttir og var hún með 10 stig. Björg Guðrún Einarsdóttir setti niður þrjá þrista í fyrri hálfleik og var með 9 stig en Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var með 8 stig. María Ben var að hitta vel úr tveggja stiga skotunum sínum og var hún stigahæst fyrir Grindavík í hálfleik með 13 stig og 6 fráköst. Pálína var með 10 stig og 7 fráköst. Þá var Lauren Oosdyke með 10 stig og Ingibjörg Jakobsdóttir með 8 stig.
 
Í seinni hálfleik var Grindavík með örugga forrystu allan tíman og sigurinn aldrei í hættu. KR byrjaði að pressa aftur í seinasta leikhlutanum en Grindavíkur stúlkur áttu ekki í nokkrum vandræðum með að leysa það. Grindavíkurstúlkur áttu það til að vera svolítið gráðugar og nýttu sóknirnar illa með ótímabærum þriggja stiga skotum sem voru ekki að detta.
 
Pálína var allt í öllu í liði Grindavíkur, þessi lávaxni leikmaður var heldur betur að rífa niður fráköstin og endaði leikinn með flest fráköst í leiknum eða 15 stykki og þar af 4 sóknafráköst ásamt því að setja niður 22 stig og átti 5 stoðsendingar. María Ben átti einnig góðan leik fyrir gula og gerði 22 stig, 11 fráköst og 2 5 stoðsendigar. Bergþóra fór þó fyrir KR liðinu og átti frábæran leik í kvöld og endaði með 25 stig og 8 fráköst.
 
 

Umfjöllun/ LÓS + JÓÓ
  
Fréttir
- Auglýsing -