Einn leikur fer fram í Domino´s deild karla í kvöld þegar KR tekur á móti Stjörnunni og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Sem fyrr er leiktími 19:15.
KR hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni á meðan Stjarnan hefur tapað tveimur leikjum og unnið einn svo það er nokkuð bil milli liðanna í stigatöflunni. KR datt út úr bikarnum síðastliðinn föstudag á meðan Stjarnan gerði góða ferð til Egilsstaða og lagði Hött í bikarnum. Liðin fengu því laugardag og sunnudag til að láta líða úr sér.
Junior Hairston lék á föstudag sinn fyrsta leik með Stjörnunni og skilaði góðum tölum þó þindin mætti vera í betra ásigkomulagi eins og kom fram í viðtali við Teit Örlygsson þjálfara Garðbæinga á agl.is. KR-ingar leika án Bandaríkjamanns rétt eins og þeir gerðu í bikarnum gegn Njarðvík.
Fjölmennum á völlinn!
Mynd/ [email protected] – Darri Hilmarsson var frábær gegn Njarðvík í bikarnum síðasta föstudag og mun líkast til baka Garðbæingum töluverð vandræði í kvöld.



