spot_img
HomeFréttirVita allir hvað Falur er veikur fyrir erlendum þjálfurum

Vita allir hvað Falur er veikur fyrir erlendum þjálfurum

Gamla Keflavíkurhraðlestin minnti á sig um helgina þegar hún komst inn í 16 liða úrslit Poweradebikarkeppninnar. Liðið skartaði erlendum þjálfara en sá mun vera Sheik og kvað Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Gömlu Hraðlestarinnar í fyrra, það vera mikið áfall að fá ekki að þjálfa liðið á nýjan leik. Jón benti á að formaður KKD Keflavíkur væri veikur fyrir erlendum þjálfurum og því hefði sheikinn, sem við höfum enn ekki getað grafið nafnið upp á, verið fenginn til þess að stýra Keflavík b í Poweradebikarnum.
 
 
Hvernig kynntust þið sheikinn?
Ég var á fundi í London ekki alls fyrir löngu og hitti sheikinn á hóteli sem við gistum báðir á. Eitt kvöldið var ég á barnum og hann gaf sig á tal við mig, hann fór að segja mér að hann væri mikill áhugamaður um körfubolta og þekkti aðeins til KEFLAVÍKURHRAÐLESTARINNAR. Þá fór ég að segja honum frá þessum hetjum og ég hafi verið stýrt þeim í bikarnum í fyrra, ótrúleg tilviljun! Hann var gríðarlega áhugasamur um að fá að koma með fjármagn inní þetta gegn því að fá að stýra liðinu.
 
Hefur hann einhverja reynslu af þjálfun í sínu heimalandi?
Hann hefur verið að þjálfa í Al Ittihad en það lið er í Saudi Premier League og er með aðsetur í borginni Jeddah, Makkah Province.
 
Er þetta mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í íslenskan körfuknattleik?
Hann kemur til með að leggja gríðarlega fjármuni í þetta lið en kemur ekki til með að leggja peninga í annað hér á landi.
 
Ert þú ekki persónulega svekktur yfir því að fá ekki að þjálfa hraðlestina heldur ráða þeir erlendan þjálfara?
Þetta var gríðarlegt áfall fyrir mig persónulega og erfitt að sætta sig við. En ég get sjálfum mér um kennt, ég asnaðist að minnast á þetta við Fal Harðarson formann körfuknattleisdeildar Keflavíkur og það vita allir hvað hann er veikur fyrir erlendum þjálfurum.
  
Fréttir
- Auglýsing -