spot_img
HomeFréttirEurocup hefst hjá Helenu í kvöld

Eurocup hefst hjá Helenu í kvöld

Miskolc er mætt til Frakklands þar sem liðið mun í kvöld leika sinn fyrsta leik í Eurocup á móti franska liðinu Basket Landes. Það er ekki lengra síðan en í gær að talið var að Helena Sverrisdóttir gæti ekki verið með í leiknum en annað er nú komið á daginn og mun hún prófa sig áfram í kvöld en Helena reif vöðva í kálfa fyrr á tímabilinu og hefur verið að jafna sig á þeim meiðslum undanfarið.
 
 
Karfan.is náði stuttu samtali við Helenu sem tók létta æfingu með Miskolc í gær. „Ég fæ að prófa mig áfram í kvöld. Annars hef ég bara verið að synda og hjóla síðustu þrjár vikur en fór svo í myndatöku á mánudag og rifan er nánast farin þannig að ég fékk leyfi til að byrja hægt.“
 
Helena æfði einnig í morgun og kvað það hafa verið verkjalaust og því forvitnilegt að sjá hvernig þátttaka hennar verður í kvöld en viðureign Lindes og Miskolc hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 19:00 að íslenskum tíma.
  
Fréttir
- Auglýsing -