Helena Sverrisdóttir og félagar í ungverska liðinu Miskolc máttu þola 90-71 skell á útivelli í Eurocup í kvöld þegar liðið mætti Basket Landes í Frakklandi.
Helena sem hefur glímt við meiðsli að undanförnu kom inn af bekknum og var næststigahæst með 13 stig í liði Miskolc á 16 mínútum. Helena setti niður 1 af 5 teigskotum sínum en var 3/3 í þriggja, tók 2 fráköst og bætti við 3 stoðsendingum. Brittainey Raven var stigahæst í liði Miskolc með 15 stig.



