spot_img
HomeFréttirFullur námsstyrkur í boði fyrir Elvar og Gunnar

Fullur námsstyrkur í boði fyrir Elvar og Gunnar

 Þeir Elvar Már Friðriksson bakvörður Njarðvíkinga og Gunnar Ólafsson skotbakvörður þeirra Keflvíkinga héldu til New York síðustu helgi í því skyni að skoða St Francis háskólann sem er þar í borg. “Við tókum báðir smá einka æfingu með þjálfaranum og fengum svo að horfa á æfingu með liðinu en samkvæmt reglum NCAA máttum við ekki fara á æfingu með liðinu sjálfu”
 
Elvar sagði að eftir heimsóknina hafi þeim báðum köppum verið boðin fullur styrkur hjá liðinu og því nokkuð ljóst að þessir tveir kappar munu á næsta tímabili halda til Bandaríkjana til náms.  ”Mér leyst ágætlega á þetta hjá þeim en ég hef einnig fengið tilboð frá þremur öðrum skólum sem eru einnig mjög góðir. Ég þarf bara að gera upp hug minn í þessum efnum og hef svo sem alveg tíma til þess.” sagði Elvar í snörpu viðtali við Karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -