spot_img
HomeFréttirÞrír leikir í Domino´s deild karla

Þrír leikir í Domino´s deild karla

Í dag fara fram þrír leikir í Domino´s deild karla og hefjast þeir allir á hinum herrans tíma 19:15. Flest lið deildarinnar hafa lokið við fjóra leiki til þessa en Þór Þorlákshöfn og Njarðvík hafa aðeins spilað þrjá leiki.
 
 
Leikir kvöldsins:
 
Stjarnan – Haukar
Keflavík – Þór Þorlákshöfn
ÍR – Valur
 
Stjarnan-Haukar
Garðbæingar virðast vera að snúa blaðinu við með tilkomu Junior Hairston, létu KR a.m.k. hafa vel fyrir hlutunum á mánudag en silfurlið síðasta tímabils og ríkjandi bikarmeistarar hafa átt brösuga byrjun á meðan Haukar hafa verið með nýliðalæti upp á síðkastið. Haukar með þrjá sigra og eitt tap í 4. sæti en Stjarnan í 8. sæti með einn deildarsigur og þrjá tapleiki. Þessi gæti orðið flottur enda Haukaleikir upp á síðkastið hin besta skemmtun.
 
Keflavík – Þór Þorlákshöfn
Eftir kvöldið í kvöld mun annað hvort liðið þurfa að kyngja sínu fyrsta tapi í deildinni. Keflvíkingar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína og Þór unnið þrjá fyrstu leiki sína. Þór hefur samt aldrei unnið deildarleik í Keflavík svo tölfræðin er þeim ekki í hag fyrir leik kvöldsins.
 
ÍR-Valur
Bæði lið við botninn, Valsmenn án stiga en ÍR vann Skallagrím í fyrstu umferð mótsins og hafa tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum. Hér eru tvö rándýr stig á ferðinni og von á miklum slag fyrir vikið.
  
Mynd/ Tómas Heiðar og vinstri hendin mæta með Þórsara í TM-Höllina í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -