Sex leikir verða á boðstólunum í kvöld, tveir í Domino´s deild karla sem hefjast báðri kl. 19:15 og fjórir í 1. deild karla. KR-ingar halda vestur á Ísafjörð og mæta KFÍ á Jakanum og þá eigast við Njarðvík og Skallagrímur í Ljónagryfjunni þar sem Borgnesingar verða án Bandaríkjamanns en þeir létu Mycahl Green fara í gær.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
KFÍ – KR (KFÍ TV)
Njarðvík – Skallagrímur
Þá eru fjórir leikir í 1. deild karla og er fyrsti leikurinn í deildinni kl. 18:30 þegar Höttur tekur á móti Hamri á Egilsstöðum.
Leikir kvöldsins í 1. deild karla:
18:30 Höttur – Hamar
19:15 Breiðablik – FSu
19:15 Tindastóll – Fjölnir
20:00 Þór Akureyri – ÍA (Þór TV)
Mynd/ Helgi Magnússon og KR-ingar leika á Jakanum í kvöld gegn heimamönnum í KFÍ. Skyldi KR muna eftir búningunum í þetta skiptið?



