Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat mörðu sigur gegn LA Clippers í Staples Center, Denver vann spennusigur á Atlanta og þá nældu LA Lakers sér í eins stig sigur gegn Houston á útivelli. Taugarnar voru því þandar vestanhafs í nótt.
Miami 102-97 LA Clippers
Dwyane Wade gerði 29 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst í liði Miami en Blake Griffin var með 27 stig og 14 fráköst í liði Clippers.
Denver 109-107 Atlanta
Lawson að daðra við þrennuna hjá Denver með 23 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar og Millsap með 29 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Atlanta. Gestirnir frá Atlanta fengu tvö þokkaleg skot til að jafna leikinn en þau vildu ekki niður að þessu sinni.
Houston 98-99 LA Lakers
James Harden fór fyrir Houston með 35 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar en það dugði ekki til að sinni. Hjá Lakers voru sex leikmenn sem rufu 10 stiga múrinn og þeirra atkvæðamestur var Jodie Meeks með 18 stig og 3 fráköst af Lakers bekknum sem samtals gerði 48 stig af 99 hjá Lakers í leiknum. Steve Blake kom Lakers í 98-99 með þriggja stiga körfu og skildi 1,3 sek. eftir á klukkunni og það dugði Rockets ekki til að stela sigrinum.
FINAL
7:00 PM ET
LAC
![]()
97
MIA
![]()
102
W
| Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
|---|---|---|---|---|---|
| LAC | 31 | 25 | 17 | 24 | 97 |
|
|
|
|
|
||
| MIA | 28 | 24 | 24 | 26 | 102 |
| LAC | MIA | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Griffin | 27 | Wade | 29 |
| R | Griffin | 14 | Bosh | 6 |
| A | Paul | 12 | Wade | 7 |





