spot_img
HomeFréttirDominosdeild karla - 50/40/90 klúbburinn

Dominosdeild karla – 50/40/90 klúbburinn

Alþekktur er 50/40/90 klúbburinn í NBA deildinni en hann inniheldur aðeins leikmenn sem hafa náð að meðaltali 50% nýtingu í tveggja stiga skotum, 40% nýtingu í þriggja stiga skotum og 90% nýtingu í vítum. Meðlimir eru Steve Nash, Larry Bird, Dirk Nowitzki, Reggie Miller, Mark Price og nú síðast Kevin Durant. Sá sem oftast hefur náð þessum árangri í NBA deildinni er Steve Nash með fimm 50/40/90 tímabil.
 
En hverjir eru með þessa tölfræði í Dominosdeild karla sem stendur?
 
Það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa sett upp tölfræði eins og þessa að meðaltali það sem af er vetri.  Þeir eru eftirfarandi, í stafrófsröð:
 
Ágúst Orrason, Njarðvík: 6/9 (66,7%) 9/21 (42,9%) 1/1 (100%)
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík: 18/36 (50,0%) 12/22 (54,6%) 19/21 (90,5%)
Martin Hermannsson, KR: 16/23 (69,6%) 10/16 (62,5%) 15/16 (93,8%)
Marvin Valdimarson, Stjörnunni: 15/30 (50,0%) 8/20 (40,0%) 8/8 (100%)
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -