Haukur Helgi og félagar í CB Breogan sigruðu nágranna sína í CB Ourense í spænsku b-deildinni í kvöld.
Haukur Helgi setti 6 stig og reif niður 4 fráköst á 20 mínútum en það var bandaríski leikmaðurinn Tyrus McGee sem skoraði sigurkörfuna á lokasekúndum leiksins. Sætur en dramatískur 2 stiga sigur, 62-60 fyrir CB Breogan í grannaslagnum.
CB Breogan er nú 5-1 í deildinni og deilir efsta sætinu með BC Andorra.
Myndband af sigurkörfunni náðist frá pöllunum en góð stemning var á leiknum ef marka má myndbandið.
www.visir.is



