Viðureign Þórs úr Þorlákshöfn og Njarðvíkur í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld var mögnuð svo ekki sé nú meira sagt. Sveiflur, tilþrif og spenna allt þar til lokaflautið gall. Magnaður slagur og sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik að hann skildi vel alla þá sem skotnir væru í íþróttinni. Einar var að vonum kátur með sigurinn en Karfan TV ræddi einnig við Benedikt Guðmundsson þjálfara Þórsara eftir leik. Sjá bæði viðtölin hér að neðan.
Mynd/ [email protected] – Njarðvíkingar í appelsínugulu búningunum sínum fögnuðu vel og innilega í leikslok eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í tvíframlengdum leik.



