Einn leikur er á dagskrá í Domino´s deild karla í dag en þá mætast Haukar og KFÍ kl. 17:30 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Við ítrekum leiktímann 17:30 en hann varð fyrir valinu þar sem landsleikur Íslands og Króatíu í knattspyrnu hefst kl. 19:00.
Þá eru einnig tveir leikir í 1. deild karla og hefjast þeir báðir kl. 17:00 en þá eigast við ÍA og Höttur á Akranesi og Vængir Júpíters fá Þór Akureyri í heimsókn í Rimaskóla.
Mynd/ Svavar Páll og Haukar taka á móti KFÍ í kvöld.



