spot_img
HomeFréttirMálin að skýrast nr. 2 - Magni fyrstur í 11 varin skot

Málin að skýrast nr. 2 – Magni fyrstur í 11 varin skot

Skjótt skipast verður í lofti, við á Karfan.is höfum bara ákveðið með okkur sjálfum að öll þessi umfjöllun okkar um Íslandsmetið í vörðum skotum í úrvalsdeild karla sé nákvæmlega ekkert vandræðaleg! En við jú óskuðum eftir hjálp frá ykkur lesendur góðir og þökkum kærlega fyrir viðbrögðin. Nú hefur orðið smá breyting á listanum yfir flest varin skot og komið hefur í ljós að Ingvaldur Magni Hafsteinsson leikmaður KR var fyrstur til þess að verja 11 skot í úrvalsdeildinni og því deila hann og Egill Jónsson metinu.
 
 
Magni varði 11 skot í viðureign KR og Þórs Þorlákshafnar árið 2003 en KR vann þann leik 109-88 og varði Magni þessi 11 skot á 27 mínútum í leiknum.
 
Flest varin skot í efstu deild karla
Ingvaldur Magni Hafsteinsson, KR – 11
Egill Jónsson, UMFN – 11
Ragnar Á. Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn – 10
Mike Bargen, Haukar – 10
Michail Antropov, Tindastóll – 10
John Rhodes, Haukar – 9
Junior Hairston, Þór Þorlákshöfn – 9
Igor Tratnik, Valur – 9
 
Tengt efni:
 
  
Fréttir
- Auglýsing -