spot_img
HomeFréttirZaragoza og Valladolid lágu bæði

Zaragoza og Valladolid lágu bæði

Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson máttu báðir sætta sig við ósigur í ACB deildinni á Spáni með liðum sínum nú í dag. Zaragoza tapaði á heimavelli gegn Cajasol en Valladolid lá úti gegn Bruja de Oro eða gylltu nornunum.
 
 
CAI Zaragoza 66-74 Cajasol
Skotin vildu ekki niður hjá Jóni Arnóri sem skoraði ekki í leiknum en var með 2 fráköst og tvær stoðsendingar. Hann brenndi af einu skoti í teignum og þremur þriggja stiga skotum en stigahæstur í liði Zaragoza var Jonathan Tabu með 12 stig.
 
Bruja de Or 75-72 Valladolid
Hörður Axel brenndi af þremur teigskotum og tveimur þristum en var með eina stoðsendingu á þeim tæpu 12 mínútum sem hann lék í leiknum. Stigahæstur í liði Valladolid var Suka-Umu.
  
Staðan í ACB deildinni á Spáni
 
1   Real Madrid 6 6 0 558 414  
2   Valencia Basket 6 5 1 542 408  
3   Herbalife Gran Canaria 6 5 1 492 436  
4   FC Barcelona 6 5 1 480 451  
5   Unicaja 6 4 2 474 434  
6   CAI Zaragoza 6 3 3 463 447  
7   Cajasol 6 3 3 434 430  
8   Joventut FIATC 6 3 3 458 458  
9   Gipuzkoa Basket 6 3 3 438 441  
10   Labor Kutxa 6 3 3 478 485  
11   CB Canarias 6 3 3 459 485  
12   La Bruja de Oro 6 3 3 439 502  
13   UCAM Murcia CB 6 2 4 459 482  
14   Baloncesto Fuenlabrada 6 2 4 445 479  
15   Bilbao Basket 6 1 5 447 491  
16   Tuenti Mobile Students 6 1 5 428 476  
17   Rio Natura Monbus 6 1 5 438 495  
18   CB Valladolid 6 1 5 387 505
Fréttir
- Auglýsing -