spot_img
HomeFréttirStóra stundin runnin upp

Stóra stundin runnin upp

Í kvöld mætast Keflavík og KR í Domino´s deild karla en leikurinn fer fram í Keflavík kl. 19:15. Sýnt verður frá leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bæði lið hafa unnið alla sex deildarleiki sína til þessa og því ljóst að eftir kvöldið í kvöld verður aðeins eitt lið á toppnum með fullt hús stiga!
 
 
Gera má ráð fyrir miklum slag, KR í fantaformi eftir að hafa gufuvaltað yfir Njarðvíkinga í síðasta deildarleik og Keflvíkingar með 30 stiga sigur í Borgarnesi. Keflvíkingar eru það lið sem fengið hefur fæst stig á sig í deildinni, 74,3 að jafnaði í leik og enginn til þessa geta staðið af sér svæðisvörn Andy Johnston. Bæði KR og Keflavík eru svo að skora meira en 90 stig að jafnaði í leik.
 
Það verður fjölmennt í TM-Höllinni í kvöld og þessum leik ætti enginn að missa af!
 
  
Mynd/ [email protected] – Magni og félagar í KR mæta í Keflavíkina í kvöld í stærsta leik tímabilsins til þessa.
Fréttir
- Auglýsing -