Haukar héldu áfram að nýta sér lélega vörn og mistækar sóknir Grindvíkinga og fór Lele á kostum í liði Hauka. Þegar flautað var til leikhlés var hún með 19 stig, 11 fráköst og 6 stolna bolta. Pálína var sú eina með lífi í Grindavíkurliðinu og var með 13 stig í hálfleik.
Haukar héldu áfram að bæta í í seinni hálfleik og gerðu útum leikinn í 3. leikhluta þegar Ingibjörg fékk dæmdan á sig ásetning fyrir að brjóta á Lele í hraðaupphlaupi. Lele setti niður sniðskotið og víti að auki, ásamt því að halda boltanum og setja niður þriggjastiga körfu. Stuttu seinna uðru þær gulu fyrir miklu áfralli að missa Pálínu útaf þegar 2 mínútur voru eftir að 3ja leikhluta, en hún fékk högg á hnéið og var borin útaf vellinum og flutt með sjúkrabifreið að leik loknum. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru en þetta leit ekki vel út. Lokatölur leiksins voru 86-68 fyrir Haukum þar sem Lele var hársbreidd frá því að vera með þrefalda tvennu en hún gerði 31 stig, 20 fráköst, 9 stolnabolta og 6 stoðsendingar. Margrét Rósa spila einnig vel fyrir Hauka og gerði 14 stig og 7 fræaköst. Í liði Grindvíkinga var pálína atvæðamest með 15 stig en Jóhanna kom grimm inná af bekknum og setti niður 10 stig og tók 10 fráköst.



