Ef fólk er að leita af einhverju skemtilegu að gera í kvöld þá er af nógu að taka í körfuboltanum í öllum landshlutum Íslands. Í úrvalsdeildinni mætast í Ljónagryfjunni Njarðvíkingar og Haukar. Á Ísafirði taka heimamenn á móti Íslandsmeisturum Grindavíkur. Báðir þessi leikir hefjast kl 19:15.
Í 1. deildinni eru svo þrír leikir. Topplið Tindastóls taka á móti Skagamönnum í Síkinu kl 19:15 og á Egilsstöðum fljúga þeir vængjum þöndum Júpítersmenn (eða keyra) Hefst sá leikur kl 18:30. Það er svo í Smáranum þar sem að Breiðablik og Hamar mætast hefst sá leikur kl 20:00
Í 1. deild kvenna er í einnig í Smáranum (tvíhöfði) kl 18:00 þegar lið Stjörnurnar fer yfir bæjarmörkin og spila gegn Breiðablik í Smáranum.
Mynd: Helgi Rafn VIggósson mun í kvöld reyna að halda áfram óslitinni sigurgöngu Tindastóls í kvöld gegn Skagamönnum.



