spot_img
HomeFréttirTölfræðimolar: Stjarnan - ÍR

Tölfræðimolar: Stjarnan – ÍR

Leikur Stjörnunna og ÍR í Ásgarði náði aldrei að verða spennandi.  Umfjöllun Kristins Friðrikssonar hjá Morgunblaðinu lýsti þessu ágætlega: ÍR-ingar hefðu ekki getað hitt breiðu hliðina á rauðri Amish hlöðu. 
 
Ég hef áður tíundað skelfilegan varnarleik ÍR-inga hér á Karfan.is. Leikurinn í gær hins vegar nær engri átt. Sveinbjörn Claessen sagði í viðtali eftir leikinn að það jákvæða við þennan leik væri að þetta yrði allt upp á við héðan í frá – leikur liðsins var svo lélegur.
 
Botninum hlýtur að vera hafa verið náð. Tölfræði ÍR liðsins var undir meðaltali sínu í öllum þáttum og tölfræði Stjörnunar langt yfir. Með öðrum ÍR-ingar hafa verið slappir í vetur en eru ekki svona hörmulega lélegir og Stjarnan hefur átt mikið inni í vetur en eru ekki svona framúrskarandi stórkostlegir eins og í þessum leik.  Stjarnan skoraði 1,210 stig per sókn sem er 0,264 stigum yfir meðaltali liðsins og 0,203 yfir meðaltali deildarinnar. Það hlýtur að hafa verið fullt tungl í Garðabænum í gær.
 
Fréttir
- Auglýsing -