Logi Gunnarsson bar nafn með rentu í kvöld þar sem hann sallaði niður 41 kvikindum á Hauka í Ljónagrifjunni. Það bókstaflega kviknaði í manninum í fjórða leikhluta þar sem hann setti niður 7/10 skotum sínum og þar af 4/5 í þristum.
Logi hitti afburðarvel í öllum leiknum með 15/26 í skotum utan að velli og með fullkomnun á vítalínunni. Hann setti 7/11 í þriggja stiga skotum.
Logi skaut 71,2% eFG og 73,7% TS sem eru fáranleg gildi fyrir mann sem spilar ekki undir körfunni. Hann skoraði 2,11 stig per sókn og sóknarnýtingin var 54,5%.
Skotkortið hans Loga var skærgrænt eins og sönnum Njarðvíkingi sæmir.




