Í leikjum kvöldsins þá fóru úrslit þannig að Njarðvíkingar sigruðu Hauka nokkuð sannfærandi í Ljónagryfjunni 105:83 en þetta var eini úrvalsdeildarleikurinn sem var í kvöld þar sem leik KFÍ og Grindavíkur var frestað. Tindastólsmenn héldu sinni sigurgöngu áfram og tóku Skagamenn í kennslustund með 110:70 sigri. Blikar sigruðu Hamar svo í Smáranum með 80 stigum gegn 65 og loks voru það Höttur og Vængir Júpiters sem mættust á Egilsstöðum og þar sigruðu heimamenn 123:56 stórsigur.
Í 1. deild kvenna sigraði svo Breiðablik lið Stjörnunar 40:38 og ef marka má skorið úr þessum leik var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar.



