CAI Zaragoza vann í dag mikilvægan sigur í spænsku deildinni þegar lið Joventut mættu í heimsókn. 87:83 var lokastaða leiksins en í hálfleik leiddu heimamenn með 16 stigum. Zaragoza fóru heldur betur illa út úr þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu aðeins 9 stig gegn 22. En það kom ekki að sök og lönduðu þeir sigri að lokum. Jón Arnór Stefánsson setti 6 stig á rúmum 20 mínútum sem honum voru úthlutaðar.



