spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Skallarnir frumsýna Bellfield í kvöld

Leikir dagsins: Skallarnir frumsýna Bellfield í kvöld

Einn leikur er á dagskránni í Domino´s deild karla í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn og Skallagrímur mætast í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og munu Borgnesingar tefla fram nýjum leikmanni í Oscar Bellfield sem ráðinn var í stað Mychal Green.
 
 
Fyrir leik kvöldsins eru Þórsarar í 7. sæti deildarinnar með sex stig en Skallagrímur á botninum ásamt KFÍ og Val með tvö stig. Liðin hafa tvívegis mæst í deildarleik í Þorlákshöfn og hefur Skallagrímur haft sigur í bæði skiptin, verður áframhald á góðu gengi Borgnesinga í Þorlákshöfn eða vinna heimamenn sinn fyrsta heimasigur gegn Borgarnesi?
 
Liðin mættust fyrst árið 2006 þar sem Skallagrímur fór með 80-98 sigur úr „Höfninni“ og aftur mættust þau í janúar á þessu ári þar sem Skallagrímur vann 72-76 sigur.
 
Í kvöld er einnig leikið í yngri flokkum og neðri deildum en alla leiki kvöldsins má nálgast hér.
 
Mynd/ Trausti Eiríksson og Skallagrímsmenn hafa átt góðu gengi að fagna í Þorlákshöfn, verðu áframhald á þeirra gengi eða munu Þórsarar innbyrða sinn fyrsta sigur á heimavelli gegn Skallagrím?
  
Fréttir
- Auglýsing -