spot_img
HomeFréttirBreogan rétt missti af lestinni um helgina

Breogan rétt missti af lestinni um helgina

Haukur Helgi Pálsson og félagar í CB Breogan Lugo máttu þola 82-81 tap á útivelli um helgina þegar liðið mætti Cocinas.com í LEB Gold deildinni á Spáni.
 
 
Haukur Helgi var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur og skoraði 4 stig, tók 5 fráköst og gaf 1 stoðsendingum. Haukur hefur á tímabilinu gert sex stig og tekið 2,9 fráköst að meðaltali í leik en Breogan er í 3. sæti LEB Gold deildarinnar með 6 sigra og 2 tapleiki þessa vertíðina.
  
Fréttir
- Auglýsing -