Haukar lögðu systur sínar í Val í gærkvöldi er liðin mættust í Schenkerhöllinni í Domino´s deild kvenna. Hannes Birgir Hjálmarsson fylgdist með gangi mála:
Stigaskor er lágt til að byrja með en Haukar komast í 6-2 eftir þrjár mínútur. og staðan er 6-4 eftir 5 mínútur. Varnir liðanna eru sterkar en talsvert er um mistök hjá báðum liðum . Valsliðið nær að finna miðið og nær forystunni og leiðir 6-10 í lok fyrsta leikhluta
Haukum virðist fyrirmunað að skora en Valsstelpurnar setja tvær körfur í byrjun annars leikhluta annað þristur og ná 9 tiga forskoti 6-15 en Haukastelpurnar hafa ekki skora frá þriðju mínútu leiksins. Loks ná Haukar að finna lausnir á Valsvörninni og minnka muninn í 12-17 þegar fimm mínútur eru liðnar af öðrum leikhluta. Haukar ná að minnka muninn í 16-20 þegar mínúta er eftir af fyrri hálfleik 16-20 en þá hafa bæði lið misnotað skot í gríð og erg. Valur á síðasta orðið í fyrri hálfleik og leiðir 16-22.
Fyrri hálfleikur hefur verið undarlegur annað hvort eru varnir liðanna svona rosalega sterkar eða taugaspennan er svo mikil að leikmenn hitta hreinlega ekki úr skotunum sínum. Stigaskor fyrri hálfleiks líkist stigaskori eins leikhluta en ekki tveggja!
Hjá Haukum hefur Lele Hardy haft hljótt um sig í stigaskori með 4 stig en hefur tekið 14 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur skorað 5 sti og Jóhanna Sverrisdóttir er með 4 stig. Auður Ólafsdóttir hefur náð 5 fráköstum. Hjá Val eru Jaleesa Butler og Kristrún Sigurjónsdóttir iðnastar við stigaskorið með 8 stig hvor en Butler er einnig með 9 fráköst og Guðbjörg Sverrisdóttir með 2 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.
Eitthvað virðist stigaskorið ætla að verða meira í seinni hálfleik amk byrjar hann fjörlegar en fyrri hálfleikurinn og staðan orðin 20-29 eftir 2 mínútur og meiri hraði kominn í leikinn. Liðin skora til skiptis en Valsliðið nær 12 stiga forskoti 22-34 þegar rúmar fjórar mínútur eru liðnar af seinni hálfleik og Haukar taka leikhlé. Stemmningin er meira Valsmegin þessar mínútur en Margrét Hálfdánardóttir setur þrist eftir leikhléð og skora næstu körfu og munurinn kominn niður í sjö stig 27-34 þegar tæpar 5 mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Lele Hardy skorar sín frstu stig í seinni hálfleik auk vítaskots og minnkar muninn enn staðan 30-35 þegar þrjár og hálf eru eftir af leikhlutanumog eftir að liðin hafa skipst á körfum setur Hardy þrist og minnkar muninn í 1 stig 36-37 og rumar tvær mínútur eftir af þriðja.Haukar ná svo forystunni þegar tæpar tvær mínútur eru eftir af þriðja leikhluta og komast í 40–37 en vörn Vals er farin að sýna þreytumerki. Butler blokkar svo þriggja stiga flautukörfu í lok leikhlutans þannig að Haukar vinna þriðja leikhluta 24-15 og fara inn í lokaleikhlutann með þriggja stiga forskot 40-37.
Haukar byrja fjórða leikhluta á þristi en síðan skiptast liðin á körfum og liðin sem var nánast fyrirmunað að skora í fyrri hálfleik salla niður körfum staðan 48-42 þegar sjö mínútur eru eftir af leiknum. Valsliðið gerir mistök í næstu sóknum og Haukar ná 8 stiga forskoti þegar 6 mínútur eru eftir af leiknum og Valur tekur leikhlé. A 14 mínútum sem liðnar eru í seinni hálfleik hafa Haukar skorað 24 stig gegn 20 stigum Vals og ef stemmningin helst Hauka megin má ætla að þær vinni nokkuð öruggan sigur. Gunnhildur Gunnarsdóttir fær sína 4 villu í næstu sókn Vals og fer beint á bekkinn en Haukar setja þrist í sinni næstu sókn og munurinn orðinn 11 stig 53-42 og fimm mínútur eftir af leiknum. Haukar brjóta og Valur er kominn með skotrétt þegar rumar fjórar mínútur eru eftir og Valsmenn pressa eftir skorað víti en Haukar ná að leysa vörninga og enda langa sókn eftir nokkur sóknarfráköst með þriggja stiga körfu frá Lovísu Henningsdóttur, munurinn aftur 11 stig og stefnir í sigur Haukaliðsins þegar 2:20 eru eftir. Ekkert gengur hjá Val að minnka muninn en Haukar bæta í og vinna að lokum öruggan sigur 63-51.
Haukar unnu verðskuldaðan sigur eftir slakan fyrri hálfleik beggja liða. Haukar vinna seinni hálfleik 47-29!
Hannes Birgir Hjálmarsson
Mynd úr safni/ Lovísa Björt Henningsdóttir gerði 7 stig í Haukaliðinu í gær



