spot_img
HomeFréttirHamar sektað um 15.000,- kr. vegna háttsemi formannsins

Hamar sektað um 15.000,- kr. vegna háttsemi formannsins

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur verið sektuð um 15.000,- kr. vegna háttsemi Lárusar Inga Friðfinnssonar formanns deildarinnar gagnvart dómara eftir leik Hamars og Keflavíkur í Domino´s deild kvenna þann 24. nóvember síðastliðinn.
 
 
Á heimasíðu KKÍ stendur:
 
Með vísan til ákvæðis m. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál er íþróttafélaginu Hamri gert að greiða sekt til KKÍ að fjárhæð kr. 15.000 vegna háttsemi Lárusar Inga Friðfinnssonar, formanns körfuknattleiksdeild¬ar fél¬agsins, gagnvart dómara, eftir leik Hamars og Keflavíkur í Mfl. kvenna, sem fram fór þann 24. nóvember 2013″
  
Fréttir
- Auglýsing -