spot_img
HomeFréttirEkki hræddir: Eru með sitt eigið leynivopn

Ekki hræddir: Eru með sitt eigið leynivopn

ÍG og Keflavík b mætast í 16 liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í karlaflokki í kvöld kl. 19:15 og hefur mikið verið látið með þá staðreynd að Damon Johnson muni leika með Keflavík b. ÍG-menn hafa nú sent frá sér yfirlýsingu og hyggjast tefla fram sínu eigin leynivopni.
 
 
Í yfirlýsingunni frá ÍG segir:
 
„Um er að ræða „rematch“ frá því í fyrra þegar þessi lið mættust í Sláturhúsinu þar sem gamla hraðlestin hafði betur gegn sjóurunu úr Grindavík. Við ÍG menn munum ekki láta það gerast aftur og erum ekkert hræddir þótt þeir hafi leitað til Damons nokkurs Johnsonar, við höfum fundið rándýrt leynivopn til að stöðva hann.
Við hvetjum alla sem hafa gaman af skemmtilegum körfubolta að mæta í Röstina í kvöld.“
  
Fréttir
- Auglýsing -