spot_img
HomeFréttirKallið mig Thor…Arnthor

Kallið mig Thor…Arnthor

Arnþór Freyr Guðmundsson er nýjasti plakat-strákurinn hjá Albacete í EBA deildinni á Spáni. Á sunnudag á Albacete heimaleik er liðið tekur á móti Alcázar Basket og hefur Arnþóri verið telft fram sem þrumuguðinum Þór fyrir leikinn. Tenginin er augljós og fyrir bíómyndaáhugamenn þá er óhætt að slá því föstu að Hollywood ætti að hugsa sinn gang fyrir næstu Thor mynd, láta Chris Hemsworth flakka og ráða Arnþór inn í einum grænum.
 
 
Okkar maður tekur sig hrikalega vel út sem þrumuguðinn sem var mest dýrkaður allra Ása að fornu og nýju. Hvort Arnþór taki það að sér að verða verndari þinga og þeirra sem yrkja jörðina skal ósagt látið en í Jötunheima skal hann á sunnudag og ef spænskan er ekki að bregðast okkur segir auglýsingin að hann ætli sér að berja á gestunum eða slá þá utan undir. Í Alcázar á Spáni finnst víst bakkelsi sem hefur einnig þá þýðingu að fá löðrung svo hér er Spánverjinn í bullandi orðaleik…þið eruð vonandi að fylgja…
  
Fréttir
- Auglýsing -