spot_img
HomeFréttirKeflavík B lagði ÍG í maraþon leik

Keflavík B lagði ÍG í maraþon leik

 Keflavík B tryggði sig í 8 liða úrslit bikarkeppninar í kvöld með sigri á liði ÍG í Röstinni. Lokatölur urðu 80:100 gestina úr Keflavík í vil og þeir því fyrsti til að tryggja áfram í bikarnum.  
 
Þó nokkur eftirvænting var í loftinu fyrir kvöldið og þá sérstaklega hjá Keflvíkingum því Damon Johnson einn sigursælasti erlendi leikmaður þeirra (og síðar Íslendingur) var mættur til landsins að taka þátt í leiknum með sínum gömlu félögum sem unnu þá nokkra titlana hér um árið. 
 
Damon átti sviðið og varð engin í húsinu fyrir vonbrigðum, nema þá kannski Grindvíkingum . Kapppinn skellti 31 stigi á sinn alkunna hógværa máta og virtist bara ekkert hafa mikið fyrir því og bætti í það með 13 fráköstum. 
 
Leikurinn í heild sinni var ekki ýkja skemmtilegur áhorfs, einhverjar stimpingar urðu milli leikmanna en þó ekkert alvarlegt.  Þó Damon hafi átt sviðið í kvöld þurfti hann að hafa sig allan við því hans helstu keppinautar voru dómarar leiksins. Þeir sáu alfarið um að tendra jólaljósin í Röstinni þetta árið,  þar að segja á leik klukkunni. Þeir appelsínuklæddu dæmdu heilar 66 villur og sumar hverjar (á báða bóga) eitthvað sem undirritaður hefur reynt að fletta í upp í leikreglubókinni en ekki enn fundið. 
 
 
Mynd: Brotið á Sævari Sævarssyni leikmanni Keflavíkur sem sýnir leikræna tilburði á þessari mynd í það minnsta
 
Fréttir
- Auglýsing -