Old-Boys Valur í körfunni verður með lítið styrktarmót í Gamla salnum að Hlíðarenda laugardaginn 30. nóvember milli 13.30-16.20. Mótið er nefnt eftir félaga okkar Skarphéðni Gunnarssyni en hann fékk heilablóðfall í fyrra.
Sefnt er að því að mótið verið haldið árlega undir nafninu “Skarphéðinsmót Old-Boys Vals” en þar mæta nokkur lið sem Skarphéðinn lék í og spila sín á milli. Í fyrra var safnað sérstaklega fyrir Skarphéðin og fjölskyldu hans en í ár er ætlunin að safna fyrir Grensásdeild Landspítalans. Ef einhverjir vilja leggja söfnuninni okkar lið þá er um að gera að kíkja í Gamla salinn og leggja aur í púkkið.



