Þrjú lið komust áfram í 8-liða úrslit í Poweradebikarkeppni kvenna en það voru KR, Valur og Grindavík. KR lagði Þór á Akureyri, Valur hafði betur gegn Hamri og Grindavík lagði Stjörnuna í Garðabæ.
Úrslit dagsins í Poweradebikar kvenna
Þór Akureyri 39-99 KR
Valur 66-61 Hamar (Myndasafn – Torfi Magnússon)
Stjarnan 60-83 Grindavík
Liðin sem komin eru í 8-liða úrslit í Poweradebikar kvenna
KR
Valur
Grindavík
Njarðvík
Haukar (sátu hjá)
Keflavík (sátu hjá)
Á morgun mætast svo Tindastóll-Snæfell og Breiðablik-Fjölnir í kvennaflokki og þá skýrist það endanlega hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Ljóst er að amk eitt lið úr 1. deild kvenna verður í pottinum í næsta drætti.
Mynd/ [email protected] – [email protected] – Það vantaði bara eina stoðsendingu upp á að Jaleesa Butler landaði þrennu í dag en hún gerði 10 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í sigri Vals.



