spot_img
HomeFréttirÞór úr leik eftir tap gegn KR

Þór úr leik eftir tap gegn KR

Fyrstudeildarlið Þórs tók á móti úrvalsdeildarliði KR í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í leik sem fram fór í Síðuskóla í dag. Fyrirfram mátti búast við heldur ójöfnum leik og sú var raunin þótt fyrsti leikhluti hafi verið bísna jafn. Gestirnir leiddu með níu stigum að honum loknum 13-22.
 
 
 
Það má svo eiginlega segja að úrvalsdeildarliðið hafi lagt línurnar í upphafi annars leikhluta því liðið hóf fjórðunginn með miklum látum og skoraði 11-0 áður en Þórsstúlkur náðu að koma boltanum í körfuna. Hittni gestanna var mjög góð og þriggja stiga körfur fóru að detta í stórum stíl. KR vann fjórðunginn með tuttugu og einu stígi 10-31 og leiddu því með þrátíu stigum í hálfleik 23-53.
 
 
Úrslitin voru í raun ráðin þegar síðari hálfleikurinn hófst en Þórsliðið barðist vel og reyndi allt hvað það gat til að missa gestina ekki of langt fram úr sér, en allt kom fyrir ekki. KR ingar héldu áfram að hitta vel og þá sérlega í þriggja stiga skotunum og þegar fjórði og síðsta leikhlutinn hófst höfðu 13 eða 14 þriggja stiga skot ratað rétta leið. Fjórðunginn vann KR 10-24 og þegar loka leikhlutinn hófst leiddu gestirnir með fjörutíu og fjórum stigum 33-77.
 
 
Trúlegt má telja að þreyta hafi verið farin að gæta meðal Þórs því liðið skoraði aðeins sex stig í loka leikhlutanum en KR var með 22 og sextíu stiga tap staðreynd og lokatölur leiksins 39-99.
 
 
Leikurinn í dag var ójafn eins og lokatölurnar sýna og sýnir vel muninn á milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar. Þórsliðið barðist vel í dag en andstæðingarnir einfaldlega einu númeri og stór. Það vakti athygli manna í dag góð hittni KR því eftir því sem heimasíðan best veit settu KR ingar niður 15 þriggja stiga skot og þar með voru 45% stiga liðs skoruð utan þriggja stiga línunnar.
 
 
Í liði Þórs var Margrét Albertsdóttir stigahæst með 10 stig og Helga Þórsdóttir 7. Í liði KR var Ebone Henry stigahæst með 30 og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 25 stig.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -