Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og vitaskuld beindust allra augu að viðureign Charlotte Bobcats og Golden State Warriors, en ekki hvað! Síðustu tímabil hafa verið Bobcats-mönnum þung og oftar en ekki hefur klúbburinn hans Michael Jordan verið skotspónn þeirra sem kunna sitthvað fyrir sér í Photoshop eða öðrum snöggsoðnum internetaðferðum en núna eru Kemba og félagar hreinlega að þamba Hatorade elexírinn og já afrekuðu sigur gegn vesturstrandarliði í nótt.
Sex liðsmenn Bobcats gerðu 11 stig eða meira í leiknum og var Kemba Walker þeirra stigahæstur með 31 stig. Heil 43 stig og 9 stoðsendingar frá Stephen Curry dugðu ekki að sinni fyrir Golden State. Eins og sakir standa í dag eru Bobcats sjötta liðið inn í úrslitakeppnina af austurströndinni en þarna austanmegin mættu menn gyrða í brók því lið af vesturströndinni eru nánast farin að hlægja að þeim.
Önnur úrslit fóru sem segir hér að neðan.
FINAL
7:00 PM ET
GSW
111
CHA
115
W
| Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
|---|---|---|---|---|---|
| GSW | 21 | 20 | 36 | 34 | 111 |
|
|
|
|
|
||
| CHA | 27 | 26 | 30 | 32 | 115 |
| GSW | CHA | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Curry | 43 | Walker | 31 |
| R | Lee | 16 | McRoberts | 10 |
| A | Curry | 9 | McRoberts | 6 |
| Game Stat | FG% | 3P% | FT% |
|---|



