spot_img
HomeFréttirBjarni: Ótrúlegur bati hjá henni

Bjarni: Ótrúlegur bati hjá henni

„Kannski spilar hún eitthvað, þetta hefur verið ótrúlegur bati hjá henni,“ sagði Bjarni Magnússon um Lele Hardy sem mögulega gæti skilað af sér nokkrum mínútum þegar Haukar taka á móti Hamri í Domino´s deild kvenna í kvöld. Fyrr í vikunni var Hardy flutt á sjúkrahús í Stykkihólmi eftir viðureign Snæfells og Hauka þar sem hún var með svæsna krampa.
 
 
„Hún skokkaði með á æfingu í gær sem gekk vel en ég á eftir að heyra í henni í dag til að vita hvernig skrokkurinn brást við þessum hlaupum,“ sagði Bjarni en lokaákvörðun um hvort Hardy sé leikfær með Haukum í kvöld verður væntanlega tekin nær leiktíma í dag. „Ég veit allavega að ef hún spilar þá verður það í mun færri mínútur en vanalega.“
 
  
Fréttir
- Auglýsing -