Njarðvíkingar hafa reglulega haft þjálfarafundi í félagsheimili sínu, Boganum (í Íþróttahúsinu) þar sem stuðningsmönnum og fjölmiðlum er gefin kostur á að hlíða á þjálfara liðsins fara yfir farin veg og það sem koma skal. Í kvöld verður einn slíkur og hefst á slaginu kl 18:50. Þar mun Einar Árni Jóhannsson þjálfari liðsins fara yfir það sem koma skal, þar á meðal kana mál félagsins sem eru í brennidepli sem stendur.
Einnig mun Einar fara yfir leik kvöldsins gegn Stjörnunni, liðskipan og þess háttar og svo að lokum er öllum sem mæta gefin kostur á að spurja þjálfarann spjörunum úr. Njarðvíkingar hvetja alla sem áhuga hafa að mæta til fundarins en ásamt ljúfri blessun frá Einari verða léttar veitingar í boði.



