spot_img
HomeFréttirNew York Boneheads

New York Boneheads

Sjálfur er ég ekki Knicks maður en undanfarið hef ég fundið svo sannarlega til með þeim sem styðja liðið. Heimskulegar ákvarðanir í nýliðavali og leikmannaskiptum hafa ekki skilað miklu fyrir þetta félag undanfarin 10-15 ár eða svo. Klúðrið kristallaðist í skoti Andrea Bargnani í leik gegn Bucks um daginn. Skotið var svo heimskulegt að jafnvel JR Smith furðaði sig á heimskulegri ákvarðanatöku Ítalans. Eða var hann kannski bara pirraður á því að fá ekki að taka þetta skot sjálfur?
 
JR Smith ætlaði alla vega ekki að láta tækifærið frá sér sleppa að taka álíka heimskulegt skot þegar það gafst í leik Knicks og Rockets í nótt. Aumingja Tyson Chandler sem hélt sókninni lifandi fyrir Knicks í stöðunni 100-100 og 21 sekúnda eftir af leiknum, er með væna stöðu í teignum og umtalsvert lágvaxnari James Harden að dekka sig. Smith hafði hins vegar annað í huga.
 
 
Stjórnendur Knicks og eflaust stuðningsmenn liðsins eru bjartsýnir á að Melo framlengi við félagið nú þegar hann verður með lausan samning eftir næsta tímabil. Möguleikarnir á því þynnast hins vegar með hverjum leik sem fer eins og þessi. Smith sagðist ekki hafa vitað hvað tímanum leið og hver staðan hafi verið, en hann fær væntanlega ekki greiddar $6 milljónir á ári til að vita það. 
 
“That’s bad basketball IQ on me” sagði JR Smith eftir leikinn… You think?!
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -