Spánarmeistarar Real Madrid sluppu með nauman 68-75 útisigur gegn CAI Zaragoza í ACB deildinni á Spáni í gær. Jón Arnór Stefánsson var ekki í liði Zaragoza að þessu sinni en hann er enn fjarverandi vegna meiðsla.
„Ég byrja að æfa á máundag og næ vonandi Evrópuleiknum í næstu viku,“ sagði Jón Arnór um stöðuna á sér.
Í leiknum í gær voru þeir Damjan Rudez og Giorgi Shermadini báðir með 17 stig í liði Zaragoza en Rudy Fernandez gerði 21 stig í liði Real Madrid.
Þá gerði Hörður Axel Vilhjálmsson tvö stig í gær þegar Valladolid tapaði gegn Gipuzkoa Basket 64-83 á heimavelli. Hörður lék í rúmar 13 mínútur og tók auk þess tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Valladolid er sem fyrr á botni ACB deildarinnar með 2 sigra og 12 tapleiki en CAI Zaragoza er í 9. sæti deildarinnar með 7 sigra og 7 tapleiki.
Mynd/ Rudy Fernandez lét til sín taka á heimavelli Jóns Arnórs í gær.



