Kristófer Acox og félagar í bandaríska háskólanum Furman töpuðu í nótt fyrsta leik sínum í riðlakeppni Southern Conference. Chattanooga skólinn kom þá í heimsókn og með öflugri baráttu í fráköstunum tókst gestunum að leggja Furman 63-72.
Kristófer var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur og skoraði 4 stig og tók 5 fráköst. Þá var hann einnig með eina stoðsendingu en stigahæstur í liði Furman var Stephen Croone með 19 stig.
Næsti leikur Furman í Southern Conference riðlinum er aðfararnótt þriðjudags þegar liðið heimsækir UNCG skólann en UNCG tapaði gegn Western Carolina í sínum fyrsta leik í Southern Conference svo næsti leikur býður upp á tvö lið sem ætla sér sinn fyrsta sigur.



