Undirritaður var nokkuð hissa þegar hann kom í Ljónagryfjuna í gær og sá þar (að ég hélt) að kvennalið Hamars hafði skipt út DiAmber Johnson fyrir nýjan leikmann. En fljótlega kom í ljós að þetta var bara sú sama og fyrir áramót nema hvað að hárið hafði síkkað þó nokkuð. Þessi hárvöxtur yfir jólinn hjá fröken Johnson hlýtur að vera einhverskonar met nema þá að jólasveinninn hafi eitthvað komið nálægt þessu.



