Grindvíkingurinn Björn Steinar Brynjólfsson er búinn að finna sér nýtt lið en hann mun klára vertíðina í Domino´s deild karla með Stjörnunni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Stjörnunnar í dag.
Á Facebook-síðu Stjörnunnar segir:
Björn Steinar Brynjólfsson fyrrum leikmaður Grindavíkur hefur ákveðið að leika með Stjörnunni á nýju ári. Björn mun klárlega styrkja hópinn og bjóðum við hann velkominn í klúbbinn.
Það má segja að 2 aðrir leikmenn bætist einnig í hópinn. Bæði Jón Sverris og Sæmundur Valdimars eru komnir á fullt á æfingum þannig að fljótlega ættu Teitur og Snorri að geta teflt fram fullskipuðu liði, en það hefur ekki ennþá gerst á tímabilinu. Að vísu hefur Stjörnusíðunni ekki bortist fréttir af stöðunni á öklanum á Justin Shouse, spurning hvort hann verði klár í næsta leik. Fyrsti leikurinn á nýju ári er á fimmtudaginn í Keflavík og síðan er fyrsti heimaleikurinn á árinu á móti Þór Þ. fimmtudaginn 16. jan.



