„Eftir að það varð ljóst að ég hafði sagt skilið við Grindavík höfðu nokkur félög samband varðandi að ég gengi til liðs við þau eftir áramót. Mér fannst skipta miklu máli að halda mér í góðu formi meðan mín mál voru óljós og setti mig því í samband við Teit til að athuga hvort ég mætti hlaupa með þeim yfir jólahátíðina,“ sagði Björn Steinar Brynjólfsson við Karfan.is í dag en hann mun klára tímabilið með Stjörnunni í Domino´s deild karla.
„Þegar jólatörninni var lokið var það ljóst að báðir aðilar voru ánægðir með samstarfið og settumst við því niður og fórum að ræða alvarlega að halda því áfram út tímabilið. Ég er mjög ánægður að vera búinn að lenda mínum málum og er bjartsýnn á gengi liðsins það sem eftir er tímabils. Stjarnan býr að flottri blöndu reyndra og yngri leikmanna ásamt góðu þjálfarateymi sem verður gaman að vinna með.“
Mynd/ [email protected] – Björn Steinar í leik með Grindavík gegn Stjörnunni fyrr á tímabilinu.



